Fréttir

Arnold Schwarzenegger lætur ekkert á sig fá

Schwarzenegger er orðinn 71 árs!

Arnold Schwarzenegger er 71 árs gamall. Það er mikilvæg staðreynd til að greina frá frá upphafi. Það er ef til vill erfitt að átta sig á því , en hann er orðinn eldri borgari!

Um síðustu helgi var Schwarzenegger mættur á Arnold Classic Africa, sem er árlegur íþróttaviðburður haldinn í Jóhannesarborg. Þar var hann í myndatöku með aðdáendum þegar hann fékk spark í bakið. Þrátt fyrir háan aldur lét hann það ekki á sig fá eins og sést á eftirfarandi myndböndum.

Öryggisverðir voru fljótir að ná tökum á drengum sem sparkaði í hann en þá hrópaði hann á Schwarzenegger: „Hjálp! Ég þarf Lamborghini!“

Eftir atvikið tístaði Schwarzenegger „Takk fyrir áhyggjuraddirnar en þið hafið ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Ég hélt að mér hefði verið hrint af mannahafinu, sem kemur oft fyrir. Ég áttaði mig bara á því að sparkað hefði verið í mig þegar ég sá myndbandið eins og þið. Ég er bara ánægður að fávitinn hafi ekki eyðilagt snapchattið mitt.“

 

- -

Upp