Fréttir

Ahhh byrjar ahhhftur

Ein vinsælasta sýning leikársins í Tjarnarbíó í fyrra var án efa ástarkabarettinn Ahhh. Nú snýr sýningin aftur vegna mikillar eftirspurnar en endurfrumsýningin verður næstkomandi laugardag.

Að sögn aðstandenda er sýningin „[l]jóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar. Með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni, syngur, dansar og leikur RaTaTam sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna.“

Facebookviðburð sýningarinnar má finna hér. Hægt er að kaupa miða á Tix.is.

- -

Upp