Fréttir

Áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi

Miðvikudaginn 11. apríl kl. 15 verður skráning í opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins  í mars 2019. Gengið er inn hjá miðasölu Borgarleikhússins. Áheyrnarprufurnar eru fyrir krakka sem eru fæddir á árunum 2006 til 2011 og eru allir velkomnir. Forskráningarblað fyrir áheyrnarprufurnar má sækja hérÁ skráningardeginum verða teknar ljósmyndir af öllum umsækjendum og þeim úthlutaður tími fyrir sjálfa prufuna.

Matthildur er nýr söngleikur sem byggir á samnefndri sögu Roalds Dahl. Lítil stúlka, Matthildur, er óvenjulega gáfuð, tilfinninganæm og smitandi bókelsk  stúlka og líklega þess vegna með ríkt ímyndunarafl. Foreldrar hennar eru því miður illa gefin og skólastjórinn, ungfrú Frenja, er hreinasta martröð. Matthildur lumar á ýmsum ráðum gegn heimsku fólksins en með styrk sínum og hugrekki tekst henni að vinna sér sess í veröldinni.

Söngleikurinn var frumsýndur hjá Royal Shakespeare Company í Stratfort-upon-Anon, fæðingarbæ Shakespeares, árið 2010. Fluttur síðar á West End og Broadway og víða slegið aðsóknarmet enda einstaklega glæsilegur fjölskyldusöngleikur sem hefur hlotið hátt í hundrað verðlaun af ýmsu tagi og þar af 16 verðlaun sem Besti söngleikur.  Enginn annar en leikskáldið Dennis Kelly sem hefur samið fjölda framúrskarandi leikrita. Ástralinn Tim Minchin samdi tónlistina. Líklega er hann einn fremsti tónsmiður nú um stundir og hefur fengið fjölda verðlauna, nú síðast Olivier-verðlaunin fyrir söngleikinn Groundhog Day sem sýndur var í Old vic í London og á Broadway í fyrra og hitteðfyrra.

- -

Upp