Fréttir

Afmælissýning Reykjavík Kabarett!

Mynd eftir Kaspar Bekeris

Reykjavík Kabarett hefur fest burlesque og kabarettí í sessi sem einn áhugaverðasta viðburðinn í Reykjavík. Sýning er ferskur andblær í viðburðarflóru Íslendinga. Stórskemmtileg kvöldstund sem enginn má láta framhjá sér fara.

Í hópnum eru burlesquedrottningin Margrét Erla Maack, töframaðurinn Lárus Blöndal Guðjónsson, Húllamærin ótrúlega Unnur María Máney Bergsveinsdóttir (Ungfrú Hringaná), þokkatrúðurinn Ragnheiður Maísól Sturludóttir, dansmærin og grínistinn Þórdís Nadia Semichat, tónlistarkonan Margrét Arnar og draglistamaðurinn Sigurður Heimir Guðjónsson (Gógó Starr). Þau fá alltaf frábæra gesti erlendis frá. Fyrst ber að nefna hinn íslenska Sigurð Edgar, aka St. Edgard, sem er fremsti boylesquedansari Stokkhólms. Hann og móðir kabarettsins, Margrét Maack komu fram saman á Melt Bar í Stokkhólmi í voru og var þá lagður grunnur að því að fá Sigurð Edgar til landsins.

Nú fagnar hópurinn eins árs starfsafmæli og í tilefni þess verður haldin sérstök afmælissýning þar sem öllu verður tjaldað til. Hún verður sýnd aðeins þrisvar sinnum, 9., 10. og 11. nóvember í Þjóðleikhúskjallaranum og fer miðasalan fram á: https://www.tix.is/is/event/5056/-reykjavik-kabarett/

ALLIR Á KABARETT!

- -

Upp