Fréttir

Ævintýrið um Augastein – útgáfuboð

Mynd: Ævintýrið um Augastein (Tjarnarbíó)

Endurútgáfu bókarinnar Ævintýrið um Augastein verður sérstaklega fagnað Laugardaginn 14. október kl. 14.00-15.00Leikhópurinn Á senunni, Forlagið og Tjanarbíó blása þá til hátíðar fyrir alla fjölskylduna!

Tilefnið er endurúgáfa barnabókarinnar Ævintýrið um Augastein og einnig hefst miðasala á sýningar ársins en uppselt hefur verið á sýninguna undanfarin ár. Gestum og gangandi verður boðið upp á að leita að jólasveinum (já í október!), verðlaun og góðgæti verða í boði og höfundurinn og leikarinn Felix Bergsson rabbar við börnin og sýnir þeim Augstein litla. Þá verður mögulegt að kaupa bókina og miða á sýninguna á sérstöku tilboðsverði.

Ævintýrið um Augastein var frumsýnt í London árið 2002. Það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins.  Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkjóttu jólasveina.  Sveinarnir skrýtnu eru skíthræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann.  Skyndilega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsispennandi flétta.  Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð?

Það er Leikhópurinn Á senunni sem stendur á bak við Ævintýrið um Augstein. Sýningar verða alla sunnudaga á aðventunni og miðasala er hafin á tix.is. Bókin hefur ekki verið fáanleg um árabil og því sérstakt gleðiefni að hún komi út aftur. Útgefandi er Forlagið / Mál og menning.

- -

Upp