Fréttir

Æfir sig fyrir hlutverk úlfsins

Leikhópurinn Lotta er nú í óðaönn að undirbúa uppsetningu sína á ævintýrinu um Rauðhettu og úlfinn sem verður frumsýnt í Tjarnarbíó í janúar. Leikhópurinn setti verkið á svið fyrir 10 árum en nú hafa verið gerðar ýmsar mannabreytingar. Til dæmis hefur hinn nýútskrifaði leikari Árni Beinteinn tekið að sér hlutverk úlfsins.

Árni er byrjaður að setja sig í hlutverk úlfsins eins og sjá má í skemmtilegu myndbandi hér að ofan. Þar reynir Árni að kynna sér atferli refa og æfir sig í að bregða fólki.

Sýningin verður frumsýnd 6. janúar og má finna allar nánari upplýsingar á þessum facebook-viðburði. Miðasalan er hafin og má nálgast miða hér.

Til að stytta biðina geta áhugasamir fylgst með æfingum leikhópsins á Instagram og Snapchat en notendanöfnin má sjá í færslunni hér að neðan:

- -

Upp