Fræðsla

“A way to B”

Mynd: Nemendur (LHÍ)

“A way to B” fjallar um hvernig við ferðumst frá A til B, um leiðina frá A til B og hvernig við komum fram. Öll ólíku hlutverkin sem við leikum í hinu daglega lífi og á sviðinu. Þetta felst líka í enska heiti verksins sem örðugt er að þýða á íslensku. ‘A way to B’ er leikurinn á milli þess raunverulega og hins ósanna, á milli leikaranna og tónlistarmannanna og óreiðan sem skapast þegar mörkin á milli þeirra hverfa og tónlistarmennirnir fara í hlutverk leikara og leikararnir leika tónlistarmenn.

Námskeiðið í samsköpun er samvinnuverkefni sviðslista og tónlistardeilda L.H.Í. snýst um að skapa eitthvað úr engu, að búa eitthvað til frá grunni. Allar manneskjur, þ.m.t. leikarar og tónlistarmenn, búa yfir ótal sögum byggðum á reynslu, tilfinningum, minningum og samskiptum við aðra í því samfélagi sem við lifum og hrærust í. Þessi persónulegi efniviður er sá grunnur sem vinnan byggist á, þar sem leikararnir og tónlistarfólkið veita hvort öðru innblástur og koma á óvart. Kennarar eru Ria Marks og Sigurður Halldórsson

Sýningar:

6. október kl. 20:00
7. október kl. 20:00
9. október kl. 20:00
10. október kl. 20:00
11. október kl. 20:00

Miðapantanir:

Sendið tölvupóst á midisvidslist@lhi.is og tiltakið hve marga miða þið þurfið. Frítt er inn á allar sýningarnar.

- -

Upp