Fræðsla

12 sviðsmenn og risastórar leikmyndir

Það er ýmislegt sem gerist baksviðs í öllum leiksýningum. Sérstaklega ef leikmyndin er risastór og þarfnast margra skiptinga. Þetta var sérstaklega flókið í uppfærslu breska Þjóðleikhússins á leikritinu Red Barn. Eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan þurfti 12 sviðsmenn á hverja sýningu og þeir þurftu að skipta um leikmyndir á miklum hraða.

Í myndbandinu er rætt við sviðsmyndahönnuð sýningarinnar, Bunny Christie. Hún segir að leikhúsáhorfendur í dag haldi gjarnan að sviðsmyndum og hreyfingum þeirra sé stýrt af tölvukerfum, en að raunveruleikinn sé annar. Hún talar um hvað það er spennandi að sjá fíleflt sviðsfólk ýta leikmyndum á ógnarhraða og staðnæmast á réttum stað í tæka tíð áður en sýningin þarf að halda áfram.

Stundum er leikhúsið alveg jafn spennandi að framan og að aftan.

- -

Upp