Fréttir

Ungt fólk í leikhús

MYND: Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið býður nú fólki yngri en 25 ára 50% afslátt af miðaverði á sýningarnar Bæng!, Sýningin sem klikkar, Allt sem er frábært og Kæra Jelena.

Þetta er hluti af stefnu leikhússins að auka áhuga yngri fólks á leikhúsinu og því starfi sem þar er unnið. Um er að ræða fjölbreyttar sýningar þar sem margir af bestu leikurum landsins stíga á svið.

Til þess að nýta sér tilboðið með því að velja sýningu hér á síðunni, fara í kaupa miða og velja þar miðagerð sem heitir ´25 ára´.

Athugið að þetta tilboð er eingöngu ætlað þeim sem eru 25 ára og yngri. Mögulegt er að handhafar þessara miða verði beðnir um skilríki við innganginn í leikhúsið.

- -

Upp