Sjálfstæðu leikhúsin

Unglingurinn

Gaflaraleikhúsið hefur á síðustu fimm árum lagt mikla áherslu á að setja upp og sýna vandaðar og vinsælar atvinnusýningar fyrir ungt fólk með ungu fólki. Þar má nefna Unglinginn, Konubörn, Stefán rís og núna síðast Fyrsta Skiptið. Leikhúsið hefur einnig hvatt ungt folk, sem hefur áhuga á sviðslistum, til að setja upp leiksýningar og hefur hýst flottar sýningar frá áhugahópum og menntaskólaleikfélögum.

Það var því skemmtilegt þegar Matthías Davíðog Aron Ísak, tveir ungir piltar úr Kópavoginum , höfðu samband við okkur og langaði til að setja upp og sýna Unglinginn sem leikhúsið sýndi á árunum 2013 til 2015 við miklar vinsældir. Eftir að jákvæðar undirtektir frá höfundum verksins var ákveðið að vera með eina sýningu þann 31. maí. Sýningin er afar skemmtileg lýsing á tilveru unglingsins og samskiptum hans við foreldra,kennara og hitt kynið.

Höfundar: Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson

- -

Upp