Borgarleikhúsið

Sýningin sem klikkar

Nú verður allt OK!

Leikhópur í Borgarleikhúsinu setur upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en sýningin á að vera nokkurs konar „break-through“ fyrir hópinn. Ekki byrjar það vel því fljótlega fer allt úrskeiðis; leikmyndin virkar ekki sem skyldi, hurðir opnast ekki, leikmunavörðurinn hefur ekki staðið sig í að koma fyrir hlutum á réttum stöðum og leikararnir kunna ekki almennilega textann sinn. Úr þessu verður sprenghlægileg atburðarás þar sem allt klikkar sem klikkað getur og rúmlega það – á meðan leikararnir streða við að koma til skila hinu hádramatíska morðgátuleikriti.

Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi 2015 og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan það var frumsýnt árið 2014.

- -

Upp