Sýning

DJÁKNINN Á MYRKÁ

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð er hryllilegt gamanverk fyrir alla fjölskylduna, byggt á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar.

Í Hörgárdal er kirkjustaðurinn Myrká. Sagt er að fyrr á öldum hafi þar búið ungur djákni er þjónaði kirkjunni. Hann átti vingott við unga stúlku, vinnukonu á prestssetrinu Bægisá í næsta dal. Hún hét Guðrún, en hvergi er getið um nafn djáknans.

En hver var þessi djákni?

Hver er saga hans?

Var þetta kannski bara allt saman einn stór misskilningur?

 

Leikstjóri: Agnes Wild

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir

Tónlist: Sigrún Harðardóttir.

Leikarar: Jóhann Axel Ingólfsson, Birna Pétursdóttir

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Miðnættis og Leikfélags Akureyrar. Verkið er annað verkið í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar.

- -

Upp