Fréttir

Lokasýning – Allt sem er frábært

Mynd: Borgarleikhúsið

Á laugardaginn var lokasýning á leikritinu Allt sem er frábært, einleik með Vali Frey Einarssyni í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Sýningin var frumsýnd föstudaginn 14. september 2018.

Sýningunni var virkilega vel tekið bæði af gagnrýnendum og gestum og þurfti ítrekað að bæta við sýningum til að anna eftirspurn. Þá var settur upp sérstakur veggur við Litla sviðið þar sem leikhúsgestir gátu skrifað á gulan miðan eitthvað sem þeim þótti frábært og hengt á vegginn. Úr þessu varð listi yfir 500 atriði sem eru frábær og hægt er að lesa hér.

Við þökkum kærlega fyrir komuna.

Grein frá Borgarleikhus.is

- -

Upp