Fréttir

„Þetta er álíka sjald­gæft og að verða fyr­ir eld­ingu.“

Al­var­leg bil­un varð í flug­kerfi á Stóra sviði leik­húss­ins í gær­kvöldi, sem varð til þess að stöðva þurfti sýn­ingu á Mamma Mia. Slanga fór sund­ur í flug­kerf­inu með þeim af­leiðing­um að glu­ssi sprautaðist yfir stór­an hluta sviðsins. Um er að ræða á bil­inu 300-400 lítra sem dreifðust um sviðið.

„Það er auðvitað bara olía út um allt. Við erum með her fólks sem er að þrífa. Fyrsta mál á dag­skrá er að þrífa all­an búnaðinn. Olí­an fór inn í all­an ljósa­búnað, hljóðfæri og leik­mynd. Sviðið er eins og skauta­svell, þetta er svo hált efni.“

Starfs­menn frá Reykja­vík­ur­borg, sér­hæfðir í þrif­um eft­ir slys, hafa verið við þrif í leik­hús­inu, en þegar þrif­um er lokið þarf að fara í gegn­um búnaðinn og meta hver staðan er.

Það ligg­ur ekki fyr­ir á þess­ari stundu hvort mikið tjón hafi orðið að völd­um glu­ss­ans, en Krist­ín seg­ir hins veg­ar stefnt að því að sýna Mamma Mia annað kvöld. „Við ætl­um að leggja allt und­ir til að svo verði. Það skipt­ir bæði leik­hóp­inn og leik­húsið miklu máli. Við erum að klára leik­árið og sýn­ing­um á Mamma Mia er að ljúka og það skipt­ir okk­ur miklu máli að geta klárað sýn­ing­una á rétt­an hátt. Það skipt­ir okk­ur líka máli að þeir áhorf­end­ur sem eiga miða fái að njóta sýn­ing­ar­inn­ar.“
Slang­an fór í sund­ur í hléi sýn­ing­ar­inn­ar og þakk­ar Krist­ín fyr­ir óhappið hafi átt sér stað á þeim tíma­punkti. „Það er lán óláni og mikið mildi að þetta skyldi ger­ast í hlé­inu. Þetta gerðist um leið og tjaldið var farið niður í og það voru bara tveir leik­ar­ar eft­ir á sviðinu. Við þökk­um fyr­ir það,“ seg­ir Krist­ín, en skömmu áður áður var tug­ur manna á sviðinu í mjög flókn­um dans­atriðum, líkt og nán­ast all­an tím­ann meðan sýn­ing­in var­ir.

„Það er lyk­il­atriði hjá okk­ur að all­ir eru heil­ir á húfi og að koma sýn­ing­unni aft­ur í gang.“ Þeir tveir leik­ar­ar sem voru inni á sviðinu fengu glu­ss­ann reynd­ar yfir sig, en varð ekki meint af „Þeir voru al­veg gegnsósa.“
Krist­ín seg­ir óhapp af þessu tagi aldrei hafa komið fyr­ir í leik­hús­inu áður, enda séu lík­urn­ar á því að svona slanga fari í sund­ur mjög hverf­andi. „Þetta er álíka sjald­gæft og að verða fyr­ir eld­ingu.“

Krist­ín seg­ir að leik­húsið muni eft­ir fremsta megni að setja inn auka­sýn­ing­ar fyr­ir þá sem voru á sýn­ing­unni í gær og missa af sýn­ing­unni í kvöld.

- -

Upp