Fréttir

Kæra Jelena á Leikhúskaffi í dag

Mynd: Borgarleikhúsið

Grein tekin frá Borgarleikhus.is

Leikritið Kæra Jelena verður til umfjöllunar á Leikhúskaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag, fimmtudaginn 28. mars kl. 17:30. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 12. apríl.

Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, mun segja gestum frá uppsetningunni á Kæru Jelenu. Í kjölfarið verður rölt yfir í Borgarleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur á miðum á Kæru Jelenu.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

- -

Upp