Fréttir

Felldu tár í kveðjuhófi Guðrúnar miðasölustjóra

Mynd: Fréttablaðið/Ernir

Starfsfólk Borgarleikhússins kom saman í gær og kvaddi einn ástsælasta starfsmann leikhússins, Guðrúnu Stefánsdóttur miðasölustjóra. Guðrúnu ættu fastagestir í leikhúsinu að þekkja vel enda hefur hún tekið á móti hverjum leikhúsgestinum á fætur öðrum með bros á vör allt frá því að leikhúsið opnaði á núverandi stað árið 1989. Eftir langan og viðburðaríkan tíma hjá leikhúsinu er nú komið að því að Guðrún setjist í helgan stein.

Leikhúsin.is óskar Guðrúnu velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún kemur nú til með að taka sér fyrir hendur. Það verður eflaust skrítið fyrir marga að mæta í leikhús án þess að sjá glitta í Guðrúnu í miðasölunni. En eflaust kemur gott fólk í hennar stað sem heldur vel smurðum tannhjólum Borgarleikhússins gangandi.

- -

Upp