Fréttir

Dóp og ofbeldi í nýjustu mynd Baldvins Z

Í dag er tæpur mánuður í frumsýningu nýjustu kvikmyndar leikstjórans Baldvins Z, Lof mér að falla. Nú hefur ný stikla úr myndinni verið frumsýnd. Myndin er byggð á sönnum atburðum, en hún fjallar um hina 15 ára Magneu sem leiðist út í fíkniefni og ólifnað þegar hún kynnist 18 ára stúlku að nafni Stella.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en aðrir leikarar eru Sólveig Arnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Atli Óskar Fjalarsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Björn Stefánsson og fleiri. Leikstjórann Baldvin Z ættu flestir kvikmyndaunnendur að þekkja en kvikmynd hans, Vonarstræti, vakti mikla athygli árið 2014.

Lof mér að falla verður frumsýnd 7. september. Hér má finna like-síðu myndarinnar og til gamans eru hér að neðan nokkrar færslur frá leikstjóra og höfundi myndarinnar þar sem hann gefur Facebook fylgjendum sínum innsýn í nokkrar af persónum myndarinnar.

- -

Upp